Nú er mikilvægt að hver og einn hlúi vel að sér og sínum. Gleðin býr í hjörtum ykkar því hún er afrakstur sannrar hamingju og kærleika. Hvorki gleði né hamingju er hægt að kaupa eða öðlast utan frá, því hlutdeild þín í gleðinni er ótvíræð. Þú ert félagsvera og samneyti þitt við aðra á þátt í gleði þinni og annarra. Taktu frá stund til að hlúa að þínum innri kærleika, sjálfsást er ást til Guðs því Guð er innra með þér og þú ert barn Guðs. Kærleikurinn er strengur sem aldrei mun trosna. Kærleikurinn er sterkasta afl veraldar. Sýndu kærleika í orðum og verki.
Miðlun 1111 2020