Börn veita gleði. Gleði þeirra er tær enda eru þau tengdari sjálfu sér og sínum himneska kjarna, tengdari sál sinni. Gleði barns hrífur hina fullorðnu og fær þá til að gleyma amstri dagsins. Að horfa á barn leika sér minnir þig á mikilvægi þess að gefa þér stund á hverjum degi til að leyfa þér að leika, leyfa þér að njóta, leyfa þér að vera. Enginn á að hætta að leika sér þó viðkomandi sé orðinn gamall. Leikurinn viðheldur barninu í þér. Leyfðu þér líka að hlæja, dansa og fíflast í barnslegri einlægni. Ekki taka þig of hátíðlega, lífið er til að njóta og hafa gaman. Kenndu öðrum að sjá húmor í aðstæðu, kenndu öðrum að gera grín að sjálfum sér, kenndu öðrum að sleppa taki af formfestu, stífleika og alvarleika. Þó svo að lífið bjóði upp á krefjandi áskoranir má alltaf sjá ljósið í aðstæðunum. Það má alltaf sjá vonina, það má alltaf finna kærleikanum farveg. Leyfðu þér að tengjast barninu innra með þér, leyfðu þér að tengjast tærrri sál þinni, leyfðu þér að tengjast ljósinu.