Gefðu þér tíma

Að anda djúpt meðvitað er lykillinn að bættri líðan. Öndunin tengir þig við innri visku. Innri viska kemur til þín frá almættinu. Almættið er allt um kring og allir geta tengst því, en byrja þarf á að róa hugann og setjast í kyrrð í þögninni. Það eru ekki bara útvaldir sem hafa aðgang að ljósinu. Allir hafa aðgang að ljósinu, mismiklu ljósi reyndar en ljósið er til staðar fyrir alla. Þjálfun hugans og andans haldast í hendur, æfingin skapar meistarann og trúin flytur fjöll. Gefðu þér tíma á hverjum degi og vittu til, framfarirnar munu ekki láta standa á sér. Og það er eitt og annað sem mun koma þér á óvart sem mun fylgja í kjölfarið, bæði líkamlegs – og andlegs eðlis. Fyrsta skrefið er að gefa sér tíma því tími er dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið þér. Næði til að rækta þinn innri mann, þitt innra ljós, þína innri visku.