Fullkomin sköpun Guðs

Treystu þínu innra ljósi, treystu leiðsögn Guðs. Hvíldu sátt/ur í eigin skinni og leyfðu mikilfengleika Guðs að birtast í gegnum þig. Hvern dag, hverja mínútu hefurðu val um að tengjast Guði, ljósinu innra með þér og leyfa því að lýsa veg þinn. Þegar þú lætur af stjórn og ert reiðubúin/n að leyfa Guði að taka stjórnina muntu finna meðbyr. Hver stund verður ánægjuleg, full af kærleka, gleði, kátínu og eftirvæntingu. Lífið er uppfullt af ævintýrum sem þú átt eftir að njóta eða getur notið nú þegar, ef þú leyfir þér að dvelja, leyfir þér að vera. Vertu farvegur ljóssins, ekki vera fyrir, ekki hindra flæðið, leyfðu þér að skína skært. Leyfðu þér að vera fullkomin sköpun Guðs.