Mönnum var gefinn frjáls vilji til að geta átt samtal við sjálfa sig dag hvern um öll málefni sem manninn varðar. Þetta er samtal sem leiðir til vals milli ljóss og myrkurs. Hverja einustu mínútu hefurðu val um hvernig þú ætlar að bregðast við hugsunum þínum, áreiti, verkefnum, mótlæti og öllu því sem lífið færir þér hverja stund. Það sem þú velur mótar framtíð þína. Þegar líf þitt er gert upp er farið yfir hvernig þér tókst til. Valdirðu með hjartanu eða valdirðu leið sem stangaðist á við sannleikann? Hjarta þitt veit alltaf svarið en þú ert mögulega ekki nægilega tengd/ur visku hjartans til að geta áttað þig vel á svari þess. Til að þjálfa tengingu þína við hjartað, þitt innsta eðli, geturðu vanið þig á að gefa þér stund á hverjum degi til að slaka á og hugleiða. Svörin leynast í þögninni. Berðu fram spurningar þínar og hlustaðu eftir svörum. Kannski heyrirðu setningar, kannski færðu tilfinningu fyrir næsta skrefi, kannski sérðu eitthvað fyrir þér. Hvernig sem svarið er, þá færðu það. Þinn frjálsi vilji er fólginn í því að styrkja sambandi þitt við ljósið innra með þér. Ljósið sem býr yfir allri visku veraldar. Svörin eru í hjarta þínu en þú hefur val um að hlusta eftir þeim eða ekki.