Frjáls vilji

Okkur er öllum gefinn frjáls vilji til að ákveða hvernig við viljum lifa lífi okkar. Hverja einustu stund hefurðu val um hvernig þú vilt bregðast við hugsunum þínum, hvernig þú sýnir tilfinningar þínar, hvaða drauma þú vilt elta, hvaða markmiðum þú vilt einsetja þér að ná, hvernig þú vilt verja tíma þínum. Sjáðu fyrir þér að þú standir á krossgötum. Hvaða leið viltu velja? Stundum er ákvörðunin krefjandi. Til að fá sem bestu útkomu er hyggislegast að hlusta vel á hjartað og taka ákvörðunina út frá því hvað hjartað segir þér. Í hjarta þínu býr viska Guðs og í fylgd Guðs mun þér farnast vel. Sumir segja að stóru vörðurnar í lífinu séu fyrirfram ákvarðaðar en þú hefur sjálf/ur val um hvaða leið þú ferð á milli þeirra og hvort þú frestar um tíma að koma við á þeim vörðum sem eru fyrir framan þig. Gefðu þér reglulega stund til að sjá framtíðina fyrir þér.

  • Hvað viltu að framtíðin færi þér?
  • Hvað viltu uppskera?
  • Hvað viltu setja orku þína í?
  • Hvað þráirðu að lífið færi þér?

Gakktu öruggum skrefum þá leið sem þú velur. Á endanum liggur leiðin til ljóssins og lífið er töluvert auðveldara ef þú kýst að leyfa ljósinu að fylgja þér á vegferð þinni í lífinu.