Innra með hverjum manni er fjársjóður. Fjársjóður visku, sannleika og réttsýnar. Til að tengjast þessum fjársjóði þarftu að gefa þér stund í þögn og leiða hugann að hjarta þínu þar sem fjársjóðurinn er. Í hjartanu finnurðu einnig fallegar tilfinningar eins og kærleika, ást og samkennd. Lykill að þeim tilfinningum færðu þegar þú hefur náð að losa um aðrar tilfinningar sem gætu skyggt á hinar. Þetta eru tilfinningar á borð við reiði, sorg, höfnun og eftirsjá. Það er mikill sigur unnin þegar þú vinnur með tilfinningar þínar, hleypir þeim upp á yfirborðið og kveður þær sem þjóna þér ekki lengur. Við það léttist lundin og allt verður bjartara. Reyndu að finna til léttleika, gleði og fögnuðar á hverjum degi. Lífið er til að njóta og hafa gaman.
Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera (Matt. 6:12)