Farvegur Guðs

Hvíldu sátt/ur í eigin skinni. Þú ert fallegt sköpunarverk Guðs. Komdu auga á þá fegurð sem þú býrð yfir og deildu fegurð þinni með öðrum. Þú hefur svo margt að gefa. Óþrjótandi kærleiksuppspretta Guðs gefur þér von um betra líf, betri líðan, sátt og sælu. Þegar þú hefur þjálfað þig til að tengjast sköpunarkrafti og elsku Guðs munu allir vegir vera þér færir. Leyfðu Guði að blása lífi og anda í allt sem þú hugsar, gerir og snertir. Þú ert farvegur ljóssins, farvegur Guðs.