Nú varir sólarljósið lengst á Norðurhveli jarðar og ætti að minna okkur á mikilvægi þess að tengjast ljósinu og leyfa því að vísa okkur leiðina. Ljósið birtist í öllum þeim litum sem þú getur ímyndað þér. Hvaða lit tengir þú sterkast við um þessar mundir? Sá litur gefur þér vísbendingu um hvaða orkustöð er virkust eða hvaða orkustöð þarnast meiri aðhlynningar. Sjáðu fyrir þér að til þín komi fallegt ljós af himnum ofan. Ljósið er í ótal litum. Leyfðu ljósinu að nálgast líkama þinn og taktu á móti því með opnum huga og hjarta. Taktu eftir því hvaða litur kemur til þín og hvar hann snertir líkama þinn. Leyfðu litríka ljósinu að sameinast líkama þínum og hafa þannig heilandi áhrif á líffæri þín og hverja einustu frumu. Ljósið læknar, því í hverju sem fyrirfinnst á jörðinni er ljós. Grunneining lífsins er ljós.