Elska Guðs

Ef þér líður illa geturðu alltaf leitað huggunar hjá Guði. Guð elskar þig skilyrðislaust, án allra takmarkana. Elska Guðs er meira en öll önnur ást sem þú getur ímyndað þér. Ást Guðs á þér má líka við móðurást. Móðir gerir allt til að barni sínu líður vel svo það geti uppskorið alla þá hamingju sem hægt er að hugsa sér. Í augum Guðs ertu barn sem þarf alla þá ást og umhyggju sem til er í heiminum. Án vitundar um þá elsku ferðu á mis við fallegust og tærustu mynd kærleika sem hægt er að taka á móti.

Hafðu það að takmarki þínu að finna fyrir elsku Guðs alla daga. Leyfðu þér að vera elskað barn Guðs. Leyfðu Guði að styðja þig, leiða, vernda og vísa þá leið sem þér er fyrir bestu. Guð gerir allt fyrir börnin sín, líkt og hvaða foreldri sem er gerir fyrir sín börn. Taktu á móti þeirri elsku, í tærustu mynd. Finndu sæluna umlykja þig, líkt og móðir eða faðir sem kyssir barn sitt og leiðir í rétta átt.