Elska Guðs

Leyfðu þér að taka á móti elsku Guðs. Elska Guðs er endalaus kærleikur í sinni tærustu og fegurstu mynd. Þegar þú meðtekur þann guðlega kærleika umbreytist hjarta þitt til frambúðar. Þú munt ekki sjá veröldina í sama ljósi og áður. Allt líf jarðar ber með sér ljós Guðs og er samtengt. Þegar þú réttir öðrum hjalparhönd ertu að veita sjálfri/um þér gjöf því allt sem þú gerir öðrum gerirðu þér. Hleyptu kærleika inn í líf þitt og hjálpaðu þannig samfélaginu að öðlast dýpri skilning á elsku Guðs. Guð elskar alla jafnt því allt er afsprengi Guðs. Guð gætir okkar eins og móðir gætir barna sinna. Guð styður okkur líkt og faðir styður börn sín. Guð er umhyggjusamt foreldri sem vill börnum sínum og allri sköpun sinni það allra besta. Hjálpaðu Guði að gera heiminn að betri stað. Hjálpaðu ljósinu að eflast. Hjálpaðu kærleikanum að fylla hjörtu allra.