Ekki vanmeta mátt þinn

Ég er innra með þér. Hlustaðu og þú munt fá leiðsögn. Treystu að þér sé leiðbeint á þann hátt sem þér er fyrir bestu. Reglulegar stundir sem þú gefur þér í þögn munu skila þér þeim árangri sem flytur þig hraðar í þá átt sem þú vilt fara. Kyrrðin er lykillinn að velgengi sálarinnar. Kristur kenndi okkur að fyrirgefa, bæði sjálfum okkur og öðrum. Fyrirgefningin er máttug leið til að öðlast sátt í sálinni. Vertu óttalaus og lærðu að sleppa taki af því sem gæti verið að íþyngja þér. Taktu flugið og stefndu hátt. Hugur þinn gæti hindrað þig en hann getur líka flutt þig hærra en þig órar fyrir. Hugarorka er eitt sterkasta og öflugasta afl sem fyrirfinnst í veröldinni. Ekki vanmeta mátt þinn og megin. Hafðu gætur á að setja þig í fjötra, þitt eigið frelsi er í huga þínum, hvergi annars staðar. Finndu styrkinn sem býr innra með þér. Trúðu á sjálfa/n þig og þér munu allir vegir vera færir. Treystu á hjálp að handan. Við sem erum hérna megin höfum mörg hver það hlutverk að liðsinna ykkur og leiðbeina. Lærðu að hlusta eftir þessari leiðsögn. Hér er ekkert að óttast. Við vitum hvað er þér fyrir bestu þó svo að þú sjáir ekki alltaf samhengi hlutanna. Við komum fagnandi í hvert sinn er þú biður um meiri hjálp og leiðsögn. Þú heyrir ekki alltaf né sérð það sem við erum að reyna að segja þér en vissulega geturðu þjálfað upp þann hæfileika. Hæfileikinn til að tengjast okkur og skynja býr innra með öllum.