Í dag er sá dagur sem ljósið þarf að rísa sem hæst á móti myrkrinu. Ekki láta hugfallast þó á móti blási. Varðveittu neistann innra með þér og finndu þá sem standa þér næst sem þurfa á styrk þínum að halda til að hlúa að sínu ljósi. Munið að lítill neisti getur breyst í mikið bál. Kennið öðrum að leita svara innra með sér, í tæran sannleika, óspilltan af veraldar ógnum og óréttlæti. Nú reynir á ykkur sem eruð vöknuð. Hvert og eitt ykkar er dýrmætur fjársjóður meðal sofandi manna. Skínið skært sem skínandi gull. Lítið á ykkur sem sjaldgjæfa demanta sem stirnir á í allar áttir. Ekkert í efnisheiminum er sterkara en demantur, líkt og ekkert er sterkara en ljósið í andans heimi. Ekki missa kjarkinn, eldmóðinn og hugrekkið til að leiða villuráfandi sauði í átt að ljósinu. Við þurfum á ykkur að halda í baráttu okkar við hin myrku öfl. Tengist tryggðarböndum ykkar á milli og ljós ykkar mun styrkjast dag frá degi.