Minningar gærdagsins ylja þér um hjartarætur og von um góðan morgundag fyllir þig tilhlökkun. En dagurinn í dag er það sem þú hefur, því skaltu gera það besta úr honum. Gefðu þér tíma til að spjalla við vin, borða góðan mat og sinna áhugamálum. Gleðin sem hversdagslegar athafnir gefa þér eru til þess fallnar að fylla hjarta þitt hamingju. Ekki láta óþarfa áhyggjur spilla þessari gleði. Æfðu þig í að dvelja í núinu en mundu þó að fræin sem sem þú sáir í dag munu verða að uppskeru framtíðarinnar. Vandaðu því vel hvað þú gerir og segir því við uppskerum eins og við sáum. Kenndu börnum þínum að skapa sína eigin hamingju með jákvæðu hugarfari, trú og von. Veittu sjúkum og þurfandi hjálparhönd því einn daginn þarftu sjálf/ur á öðrum að halda í þínum erfiðleikum. Temdu þér að gefa meira en þiggja. Gefðu gleði, hlátur, bros og hrós. Leyfðu þér að njóta dagsins í allri sinni dýrð. Þessi dagur sem Guð hefur gefð þér kemur aldrei aftur.