Boðberi ljóssins

Þegar kærleikur er að verki kemst hroki, gremja, leiðindi og óheiðarleiki ekki að. Hrein sál getur miðlað kærleika öllum stundum, óhindrað og óheft. Allar sálir eru hreinar í grunninn en persónuleiki og lífsreynsla (bæði úr núverandi lífi og þeim fyrri) geta gert það að verkum að tærleiki sálarinnar getur ekki komist í gegn. Notaðu tíma þinn til að hreinsa, fægja og pússa þá vankanta sem á þér eru. Þegar þú hefur náð að slípa þig til eru meiri líkur á að þín tæra sál nái að skína í gegn. Ljósið sem sál þín ber er tært og hreint og hefur möguleika á að fegra og bæta umhverfið. Samskipti þín við aðra verða liprari þegar þau einkennast af kærleika í orðum og gjörðum. Hafðu það að takmarki þínu að bæta samfélagið á einhvern máta. Þú ert boðberi ljóssins, boðberi kærleikans, barn Guðs.