Betra að gefa en þiggja

Betra er að gefa en að þiggja. Gjafir gleðja ekki síður gefandann en þiggjandann. Að gefa af tíma sínum, ást og umhyggju eru þær gjafir sem gleðja hvað mest. Uppspretta Guðs er óendanleg og gjafir sem koma frá uppsprettunni eru þær gjafir sem varðveitast í hjörtum. Að gefa kærleika í orðum og verki er gjöf sem margfaldast bæði til þiggjandans og gefandans. Kærleikur umvefur allt og umbreytir öllu. Kærleikur Krists er fyrirgefning. Að fyrirgefa misgjörðir annarra og sjálfum sér er sönn gjöf uppfull af kærleika Guðs. Fyrirgefningin er ekki alltaf auðveld en hún losar um fjötra sem bæði þolandi og gerandi eru bundnir af. Lærðu að gefa af kærleika, lærðu að fyrirgefa, lærðu að elska sjálfa/n þig.