Bæn

Friðarins Guð, fylgdu mér hvert fótmál.

Ég bið þig um vernd og hjálp í þeim verkefnum sem lögð eru fyrir mig.

Ég fylli mig trausti á þig og trú um að þú leiðir mig farsællega

í gegnum hvern storm.

Hjarta mitt ákallar þig og veit að kærleikur þinn mun aldrei bresta.

Elska þín er slík að ég fæ varla umborið tilfinninguna sem henni fylgir.

Ég bið að ég finni fyrir nærveru þinni hvern einasta dag

og þegar ég gleymi og held ég sé ein/n í baráttu minni

bið ég þig um að minna mig á að án þín er ég ekkert, án þín get ég ekkert,

án þín er ekkert líf.

Elskandi Guð ég bið þig um blessun, náð og miskunn.

Fyrirgef þú mér allar mínar syndir svo ég geti fyrirgefið sjálfri/um mér.

Gefðu mér styrk til að finna hugrekki til að sýna öðrum ljósið sem ég ber.

Ljósið sem er þitt að eilífu.

Amen.