Gefðu þér stund til að biðja fyrir þeim sem þjást, þeim sem minna mega sín og þeim sem eiga um sárt að binda. Biddu í kærleika, beint frá hjartanu. Bænin veitir huggun og með því að biðja ertu að fela líf þitt Guði, biðja um hjálp Guðs í þeim aðstæðum sem þú getur ekki sjálf/ur umborið. Styrkur þinn er ekki nægur, því þarftu handleiðslu Guðs til að komast í gegnum þær þrautir sem fyrir þig eru lagðar. Guð er með þér, hjá þér, í þér. Guð er það afl sem eyðist aldrei. Sá styrkur sem ekkert fær beygt. Ljósið sem skin alltaf, elskan sem mýkir allt. Kærleikur, ást og umhyggja Guðs er slík að fæstir menn geta tekið alveg á móti þeim gjöfum. Hægt er að taka á móti broti af þeim kærleika sem er í boði hverju sinni og smám saman verður þú fær um að taka á móti meiri orku, hærri tíðni og þar af leiðandi meiri kærleika. Því meiri kærleika sem þú getur tekið á móti, því meiri kærleika hefurðu til að gefa öðrum. Til þess að þú sért fær um að gefa öðrum þarftu fyrst að fylla á þinn tank og það gerirðu með bæn og hugleiðslu.