Auðveldasta leiðin til að rækta andann er að hugleiða reglulega á orð Guðs, kærleikann. Bænir hjálpa mikið til við að efla samband þitt við Guð og engla. Biddu af hjartans einlægni um vernd, styrk og leiðbeiningu um þín næstu skref. Regluleg bænaiðkun færir þig nær alheimsvitundinni, Guði, kærleikanum sem elskar allt og umber allt. Bænir eru máttugri en orð. Að fara með bæn er heppileg leið til að rækta samband þitt við Guð.
Bæn er samtal þitt við Guð og svörin við bænum þínum koma til þín þegar þú gefur þér stund í enrúmi og hlustar á þögnina. Mótaðu þína eigin bæn eða lærðu að fara með þekkt bænavers. Þegar þú biður skaltu hafa einlægni og tærleika barns í huga.