Áramót

Áramót eru tímamót til að velta fyrir sér liðnum atburðum. Atburðum sem leiddu til nýrra leiða til aukins þroska. Um leið og þú vegur og metur stöðu þína í dag með hliðsjón af þeim atburðum sem hafa mótað þig sem mest, geturðu sett þér ný markmið sem hafa það takmark að ýta þér fram af brún öryggi þíns. Ef markmiðið sem þú setur þér er ekki nógu ögrandi og djarft þarftu að setja þér nýtt markmið sem hefur í för með sér þann þroska sem þú vilt ná fram. Horfðu fram á veginn full/ur bjartsýni og hafðu trú á eigin getu og færni til að takast á við lífsins ólgusjó. Á hverjum degi skaltu hafa eitthvað til að hlakka til, eitthvað sem veitir þér ánægju og gleði og fyllir líf þitt af ævintýrum.