Nú er vor í lofti. Sólin farin að ylja, fuglarnir farnir að syngja og Lóan hefur kvatt burt snjóinn. Friðsæld og fegurð náttúrunnar minnir okkur óneitanlega á sköpunramátt Guðs. Allt er í fullkomnu jafnvægi. Náttúran leitast ávallt eftir jafnvægi en er í leiðinni í flæði. Stöðnun er ekki heilbrigt ástand, hvorki í náttúrunni né hjá þér. Þegar þú finnur að líf þitt hefur staðnað á einhvern máta skaltu leitast við að koma því aftur í flæði. Lífið á að vera í flæði, stíflur og hindranir eru merki um óheilbrigt líf.
Notaðu andardrátt þinn til að koma flæði af stað í staðnaðir orku innra með þér, notaðu hreyfingu líkamans til að koma af staðnaðri orku í liðamótum og vöðvum. Hleyptu lífi, fegurð og birtu inn í líf þitt með því að taka til heima hjá þér, skipta út gömlum munum fyrir aðra sem leynast kannski inn í skáp og passa betur nú þegar sólin og birtan leikum um allt. Farðu í gengum fataskáp þinn og búðu til rými þar með því að gefa frá þér fatnað sem þú ert löngu hætt/ur að hafa not fyrir.
Einfaldaðu líf þitt eins og þú mögulega getur. Hleyptu nýrri orku í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Leyfðu þér að finna fyrir frelsi og tilhlökkun vorsins þegar allt byrjar aftur að springa út. Leyfðu þér að springa út í leiðinni, fljúgðu um og syngdu eins og fugl í hreiðurgerð.