Nýttu þau tækifæri sem þér standa til boða. Á hverjum degi opnast nýjar dyr af möguleikum sem þú getur nýtt. Vertu með opinn huga og opið hjarta, tækifærin leynast víða. Þú hefur mögulega beðið um svör, aðstoð og leiðsögn Guðs en furðað þig á dræmum svörum. Svörin sem þú heldur að þú fáir birtast þér kannski á annan máta. Þú sérð stundum ekki fyrr en eftir á hvar svarið var að finna. Óskir þínar og bænir eru heyrðar en mundu að þú færð ekki það sem þú vilt, heldur það sem þér er fyrir bestu. Leiðir Guðs eru órannsakanlegar, vilji þinn getur staðið í vegi fyrir óformum alheimsins. Sýndu þér mildi og treystu framvindu Guðs. Allt er eins og það á að vera.