Leyfðu litum að hafa áhrif á þig í daglegu lífi. Taktu eftir hvaða lit þú sækir í hverja stund. Kannski áttu þinn uppáhalds lit og þá geturðu velt fyrir þér af hverju þessi litur er í uppáhaldi. Oftar en ekki vísar liturinn til orkustöðvar sem verið er að vinna með það er sú orkustöð líkama þíns sem þarnast meira flæðis, þarfnast meiri athygli.
Allir litir hafa dýpri merkingu og því er gaman að velta fyrir sér hvaða lit þú sækir í. Kannski tekurðu eftir að þeir litir sem þú heillast af tengjast árstíðunum, kannski tengjast þeir dagsformi þínu eða jafnvel veðrinu. Hlúðu að þér með því að leyfa þér að sækja í þann lit sem kallar mest til þín. Þú getur notað litinn í fötum sem þú klæðist, hlutum sem þú hefur í kringum þig eða matnum sem þú borðar.
Allir litir bera í sér ljós og ljósið er uppspretta alls. Litir bera líka með sér tíðni og er sú tíðni að hafa áhrif á líf þitt og líðan. Hjálpaðu orkutíðni þinni að flæða með því að vera í takt við litina sem þú sækir í. Ef þú ert að sækja mest í jarðarliti s.s. svartan, brúnan og rauðan er það vísbending um að þú þurfir meiri jarðtengingu. Ef litirnir sem þú sækir í eru bláleitir (blár, fjólublár, indígó, turkís) er það vísbending um að tíðni þín sé að hækka og orkan tengist meira inn á andlegar vísddir. Gulir tónar (appelsínugulur, gulur) gefa til kynna sköpunarkraft þinn, eldmóð, drifkraft og gleði. Bleikur og grænn tengjast auknum kærleika og samkennd gagnvart samferðamönnum þínum, dýrum og náttúrunni. Hvítur, silfraður, kopar og gylltur eru allt litir á mjög hárri tíðni og tengjast guðlegri orku. Leiktu þér með litina og leyfðu þeim að flæða til þín. Þú getur bæði gert það á huglægan hátt með því að sjá fyrir þér ákveðinn lit streyma til þín eða nota litina í þínu daglega lífi.