Aðventan

Aðventan er sá tími sem þú getur nýtt til að hlúa betur að þér og þínum nánustu. Gefðu þér stund til að drekka kaffið þitt í rólegheitum, njóta smákökunnar í hverjum bita og hlusta af einlægni á þann sem gefur þér tíma til að spjalla. Aðventan er tími tilhlökkunar, eftirvæntingar og gleði. Notaðu dagana fyrir jólahátíðina til að búa til rými fyrir hlátur og skemmtun. Dimman og drunginn sem fylgir veðráttu desmenbermánaðuar minnkar þegar þú hlúir að öllu því sem veitir þér ánægju. Notaðu rólegu stundirnar í lífi þínu til að kveikja á kertum, hlusta á ljúfa tónlist, kúra með teppi upp í sófa til að njóta góðrar bókar eða kvikmyndar. Þú skapar þinn veruleika. Gerðu það besta úr tíma þínum og taktu á móti ljósi og kærleika jólanna með opið hjarta og huga.