Að treysta innsæinu

Að treysta innsæinu er eðlisávísun þín til að hlusta eftir áköfu kalli sannleikans. Sannleikurinn er innra með þér. Sannleikurinn er lögmál sem ekkert fær breytt. Sannleikurinn er viska Guðs, viska ljóssins. Með sannleika að vopni er þér allir vegir færir. Sannleikurinn leiðir þig áfram í stormi lífsins. Þegar þú byrjar að treysta innsæi þínu, treysta því að þú heyrir, skynjar eða hefur tilfinningu fyrir því hver næstu skref þín eru, hvað þú átt að segja, hvað þú átt að gera, hefst líf þitt fyrir alvöru. Frá þeim tímapunkti er ekki aftur snúið. Augu þín munu opnast fyrir undrum lífsin, þú ferð að sjá tengingu milli atburða í líf þínu sem eru svo ótrulegir að þér er fyrirmunað að skilja hvað býr að baki. Vegferð þín fer að taka stakkaskiptum. Þú ferð að sjá ljósið í allri sinni dýrð.

Þjálfaðu þig í að tengjast innsæi þínu með því að hugleiða á hverjum degi, tengjast ljósinu og leyfa því að flæða óhindrað til þín. Vittu til, líf þitt mun umbreytast.