Að fylgja hjartanu

Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Þú skalt ekki taka neitun sem endanlegt svar ef hjarta þitt segir þér að þú sért á réttri leið. Vissulega koma stundir þegar öll sund virðast lokuð. Eina leiðin út úr slíkum aðstæðum er að horfa í aðra átt og finna nýja leið sem vísar þér aftur á rétta braut. Við viljum ofast vera í meðbyr en lærdómur felst í mótvindi. Þegar við finnum leiðina okkar, þá finnum við þann meðbyr sem við þráum. Þegar þú hefur fundið þinn veg ferðu smám saman að blómstra því rétt næring, vökvun og ytri aðstæður hjálpa þér að verða sá einstaklingur sem þú fæddist til að verða. Ekki láta ytri umgjörð villa þér sýn. Persónleiki þinn, hlutverkin þín og umhverfisaðstæður geta villt um fyrir þér. Leyfðu þér að nálgast þitt innra ljós, þinn innsta kjarna því svörin er að finna þar. Þegar þú hefur lært að þekkja þig, lærirðu að þekkja Guð og öll áform lífsins.