Að birta elsku Guðs

Guð vill að við vöknum til vitundar um okkur sjálf. Vitneskjan um hver þú raunverulega ert fæst ekki með því að skilgreina þig út frá vitsmunum þínum, hæfileikum, skapgerð og útliti. Guð skapaði þig í sinni mynd og því er neisti Guðs innra með þér. Þú ert barn Guðs. Guð elskar þig eins og móðir sem elskar barnið sitt. Ást Guðs á þér er óskilyrt, umvefjandi og eilíf. Allir sem eru foreldrar skilja þessa óskilyrtu ást, ást sem er sterkari en allt afl veraldar. Ástin býr í hjarta þínu og þar býr einnig dýpsti kjarni þinn, strengurinn sem tengir þig við Guð. Leyfðu þér að birta elsku Guðs í gegnum þig. Leyfðu þér að fylgja hjartanu og sýna samferðamönnum þínum hver þú raunverulega ert.