Að bera sinn kross með reisn

Við göngum enn píslargöngu Krists og berum krossinn á bakinu. Krossinn minnir okkur á þá byrgðar sem við höfum gagnvart vitneskjunni um hver við erum og hvert við stefnum. Þegar þú afneitar Guði og þar með sjálfri/um þér er krossinn þungur og hvert skref erfitt og fullt þjáningar. En þegar þú ert í góðum tengslum við Guð allt um kring og innra með þér eru skrefin léttari. Þá minnir krossinn þig á tengingu þína við Guð og jörð (lóðrétti ásinn) og tengingu þína við menn og allt líf á jörðu (lárétti ásinn). Berðu þinn kross með reisn, minnug/ur þess að Kristur ber þjáningar þínar svo þú megir ganga frjáls og breiða út boðskap Krists með kærleika og fyrirgefningu fremst í flokki.