Í uppghafi skal endinn skoða. Þegar haldið er í ævintýraferð seturðu upp ferðaáætlun. Þú ákveður helstu áfangastaði út frá áhuga þínum um hvað þú vilt sjá og skoða. Eins er þessu farið með lífið. Þú þarft að gera áætlun um helstu atburði lífs þíns. Hvaða menntun viltu öðlast, til hvaða landa viltu ferðast, hvernig fjölskyldu viltu eiga, hvar viltu búa, hverngi viltu rækta vina- og fjölskyldutengsl, hverslags hluti viltu eiga? Lífið er ævintýri sem þér er ætlað að njóta. Alltof margir eru í basli í lífinu og hafa spennt bogann of hátt. Þegar svo er komið þarf að hugsa í lausnum til að leysa hnútana sem viraðst fastir og komnir í flækju. Likt og þegar hnykill er flæktur þarf að finna lausa endann og rekja sig hægt og rólega í gegnum flækjurnar svo hægt sé að búa til þéttan og fallegan hnykil aftur. Það er aldrei í boði að gefast upp. Þrautseigja, úthald og þol eykst við hverja þraut og þroski sálarinnar eflist í leiðinni. Þegar tré lendir í stormi skýtur það dýpri rótum. Láttu mótvind og storma lífsins hjálpa þér við að festa dýpri rætur og notaðu mótlæti til að stækka. Misstu aldrei trú á sjálfa/n þig, né Guð. Trúin flytur fjöll.