22022022

Dagurinn í dag er merklegur á margan hátt. Dagsetningin er einstök, 22022022. Leyfðu deginum að koma þér á óvart. Opnaðu fyrir ævintýri með því að vera opin/n gagnvart gjöfum Guðs. Þær gjafir geta verið á formi ánægjulegs samtals, fegurð náttúrunnar, hlátur barns eða bros frá náunga þínum. Taktu eftir kærleikanum sem er allt í kringum þig og sjáðu til þess að þú breiðir út kærleika í dag. Veltu fyrir þér hvað þú getur gert í dag til að öðrum líði betur. Hvernig getur þú hjálpað til þannig að líf annarrar verði léttara? Hvar nýtast kraftar þínir best? Getur þú lífgað upp á daginn með húmornum þínum, jákvæðni og gleði? Er eitthvað sem þú getur gert í dag þannig að dagurinn verður efirminnilegur? Skapaðu stundir í lífi þínu sem veita þér og öðrum gleði, stundir sem þú getur yljað þér við þegar þú minnist þeirra í framtíðinni. Búðu til gæðastund í dag sem verður að ljúfri minningu í framtíðinni. Lífið er núna, njóttu dagsins.