Táknar manninn sjálfan og sjálfsmyndina. Tengir saman himinn og jörð. Stórt með miklum rótum = gott sjálfsstraust. Hrísla með mjóum greinum = lágt sjálfsmat.

Jólatré = lífsins tré, endurfæðing

Ávaxtatré = árangursríkt líf

Akasíu tré

Táknar endurnýjun, æðruleysi og hreinleika. Sumir sagnfræðingar telja að tré lífsins og hinn brennandi runni í Biblíunni hafi verið Akasíutré.

Askur

Tákn um upprisu tengdri heilun, styrk og réttlæti, sköpunargleði og tilfinninganæmni. Askur er heilagur í norrænni goðafræði samanber Askur yggdrasils.

Banyan tré

Banyan-tréð táknar hinn guðlega skapara og langlífi. Banyan tré er nefnt í mörgum fornum indverskum textum og ritningum og í goðafræði hindúa er talið að Banyan tré skili óskum og efnislegum ávinningi.

Birki

Táknar fegurð, þokka og hvernig hringrás náttúrunnar birist aftur og aftur í lífinu. 

Eik

Táknar sterkar tilfinningar fyrir að vera undir mikilli vernd, jafnvel eldri fjölskyldumeðlima. Einnig hvatning til að koma á festu í lífinu. 

Grentré

Langlífi, hátíðahöld og gleði, að vera jákvæður og meðvitaður um heilsu sína. 

Hlynur

Táknar yndisleik og að vera meting að verðleikum og gleði sem sprettur af erfiðri lífsreynslu.

Reynir

Boðar vernd gegn slæmum áhrifum, tímabil framundan þar sem maður þarf að semja reglurnar jafnóðum.

Sedrusviður

Tákn Krists, táknar guðdómlega fegurð og tign. Heilagt tré í kristni.

Sýprus

Táknar eilífa sorg, eitt algengasta tré í kirkjugörðum í Evrópu og hjá múslimum.