Táknar vernd, hringrás, ódauðleika, upprisu, umbreytingu og endurfæðingu.

Forn-Egyptar töldu bjölluna heilaga því hegðun hennar þótti hliðstæð hlutverki sólarguðsins Ra þegar hann sýndi sig sem Khepri. Khepri var Guð sköpunar og endurfæðingar og stjórnaði hreyfingu sólarinnar. Líkt og sólarguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn veltir bjallan moldarkúlu á undan sér en í henni geymir bjallan eggin sín.

Scarab bjallan var meðal allra vinsælustu tákna á fornu-egypskum skartgripum.