Til eru yfir 400 kross tákn, hér er að finna nokkur þeirra.
Latneskur kross
Táknar miskunn, þjáningu, sigur, líf, von og framtíð. Hann er sigurtákn og tengir saman himin og jörð. Latneskur kross er í gullinsniði þ.e. lengd 8 og breidd 5.
Jafnarmakross / Grískur kross
Táknar fernskonar verk Krysts; opnaði himnana, sigraði helvíti, náðaði og fyrirgaf syndir.
Sólarkross
Sólartákn, kross vonar. Krossinn í miðjunni er jafnarmakross og hringurinn utanum krossinn merkir óendanleikann.
Keltneskur kross
Er útfærsla af sólarkrossi, krossi vonar.
Páfakross
Armarnir þrír tákna þrenninguna. Efri armurinn táknar yfirskriftina. Neðsti armurinn táknar fótfjölina.
Grísk-rússneskur kross / Orþadox kross
Táknar iðrun og trú en varar einnig við að hafna og glatast. Fótafjölin vísar upp til hægri þar sem ræninginn var sem iðraðist.
Smárakross / Lasarusarkross
Smáratáknin á endunum merkja heilaga þrenningu.
Péturskross
Krossinn snýr öfugt því þannig var Pétur krossfestur.
Gaffalkross / Y-kross / Hökulkross
Vísar til heilagrar þrenningar og lífsins trés.
Kross með lykkju / Ankh
Tákn guðdómsins. Merkir eilíft líf og ódauðleika. Töfrastafur forn Egypta.
Möltukross
Minnir á fjóra spjótsodda sem vísa að miðju. Átta horn hans tákna átta höfuðdyggðir riddaranna.