Fallegar hendur tákna góðverk en óhreinar hendur sektarkennd.

Hrjúfar hendur gefa til kynna skort á ástúð gagnvart fjölskyldu, vinum og kunningjum.

Lófaklapp táknar hvatningu og viðurkenningu en getur táknað sjálfumgleði.

Handaband merkir vináttu eða samning.

Hönd úr skýi er tákn guðdómsins.

Hægri hönd táknar vald og styrkleika.

Opin hönd merkir góðvild, gjafmildi og sköpunarmátt Drottins. Oft tákn blessunar.