Flug táknar andlega leið þína. Að hefja sig upp yfir vandamálin, óskhyggja, ný sýn, þú hefur stjórn á því sem skiptir máli, gæti líka táknað viljastyrk. Þú hefur sleppt tökum á aðstæðum sem hafa haldið aftur af þér, yfirstigið ákveðnar hindranir eða tekið erfiða ákvörðun. Ef þér gengur illa að halda flugi gætu verið áskoranir framundan sem þú heldur að þú ráðir illa við eða treystir þér ekki í.