Stendur fyrir umbreytingu, ódauðleika, frelsi, fegurð og gleði.
Samkvæmd japönskum goðsögnum voru fiðrildi talin vera sálir hinna lifandi.
Í forn-grísku var orðið psyche notað yfir fiðrildi, en merking þess orðs er andardráttur lífsins. Af þessari rót eru orðin psychiatric (geðræn), psyche (sálarlíf) og psychology (sálfræði) dregin. Í grískri goðafræði var Psyche gyðja sálarinnar og kona Erosar sem var guð ástarinnar.