Mjög sterk tala, táknar gæfu, kraft, orku, innblástur og hvatningu.
Jesús og lærisveinar hans voru alls 13.
Talan 13 er samsett úr 1 og 3 (einingu, tala Guðs og heilagri þrenningu) eða 10 og 3 en athyglisvert er að skoða að tíundi stafur enska stafrófsins er J og sá þriðji er C = J.C. eða Jesus Christ. Jesús og lærisveinar hans voru alls 13.
Þversumma 13 er 4 sem er tala jarðar.
Það er því alls ekkert að óttast við töluna 13 eins og svo margir halda.