Ég fékk bókina Kristur í oss gefins árið 2015 en bókina er ekki hægt að kaupa heldur gengur hún manna á milli að gjöf. Bókina les ég reglulega, einn kafla í senn og velti fyrir mér boðskap hennar.
Bókin var skrifuð árið 1907 í Englandi og var fyrst gefin út í Reykjavík árið 1941. Hún flytur manni stórmerkilega miðlun frá ókunnum höfundi.
Bókin skiptist í þrjá þætti: 1. þáttur Kristur í oss, 2. þáttur Hugur og sál, samband þeirra við líkamann, 3. þáttur Guðlegt mannkyn.
Hægt er að hlusta á upplestur af bókinni á Hljóðbókasafni Íslands og áhugasamir geta fengið gefins eintak af bókinni hjá mér með því að senda mér tölvupóst.