Ljósið kemur innan frá, þegar þú hefur náð að tengjast ljósinu að ofan. Geislar þess streyma í gegnum þig til annarra. Hleyptu ljósinu óhindrað í gegn. Þú átt ekki að stoppa það. Mættu hindrunum með opnu hjarta. Taktu eftir hvernig þú bregst við og lærðu að temja þér elsku í garð annarra. Mótlæti og hindranir eru alls staðar en það er þitt að yfirstíga þær og halda einbeitt/ur áfram í átt að þínu markmiði, fylgja þínum tilgangi. Fylgdu þínu innra ljósi. Haltu einbeitingu hvað sem á dynur. Þú þarft að nálgast kærleikann í gegnum hjarta þitt. Hann er óendanlega mikill en þú þarft að vilja hleypa honum inn.