Rætur trésins liggja djúpt ofan í jörðina. Þar sækir tréð sér næringu, steinefni og vatn. Styrkur trésins er fólgin í hvesu heilbrigðar rætur þess eru. Ef tréð hættir að geta sótt sér næringu í gegnum ræturnar visnar tréð smám saman og deyr. Ef hoggið er á rætur þess verður tréð fyrir áfalli sem eykur hættu á að það falli nema við það sé stutt með einhverju móti.
Það má líkja þér við tré sem hefur rætur djúpt ofan í jörðina. Rætur þínar eru þau gildi sem þú hefur, uppvöxtur þinn og eiginleikar sem þér voru gefnir í vöggugjöf. Eiginleikar sem geta fengið að vaxa og dafna með réttri meðhöndlun. Ef þú hefur vanið þíg á að höggva í eigin rætur með því að gefa aflslátt á gildum þínum og verðleikum er hætt við að sjálfmynd þín laskist. Þá þarftu stundum að notast við utanaðkomandi stuðning líkt og tréð en þinn helsti stuðningu og styrkur felst í hversu vel tengd/ur þú ert lífsneistanum sjálfum, uppsprettu alls, ljósi Guðs. Tréð getur ekki lifað án ljóss sem það tekur á móti í gegnum laufblöð sín. Líkt er farið með þig. Það er alveg sama hve vel þú ert nærð/ur, hve stælt/ur og ster/kur líkami þinn er, hve heilbrigður líkaminn er, ef þú hlúir ekki að tengingu þinni við ljósið þá máttu búast við að tilvera þín á jörðu standi á veikum grunni.
Leyfðu þér að taka upp næringu frá umhverfinu sem móðir jörð færir þér, notaðu næringuna til að byggja þig upp líkamlega en ekki gleyma að hlúa að andanum. Með því að hugleiða inn á ljósið á hverju degi, gefa ljósinu rými til að skína á þig og veita þér þann innri styrk sem þú þarft á að halda geturðu orðið stóra og volduga tréð sem þér er ætlað að vera.