Sólargeislar sálarinnar streyma frá þér í hvert sinn er þú brosir til annarrar manneskju. Leyfðu brosi þínu að verma hjörtu, gleðja aðrar sálir. Sýndu þér mildi, ást og kærleika hvernig sem þér vegnar í lífinu. Sjálfsást sýnir ást þína á Guði, því Guð er innra með þér. Í hvert sinn sem þú segir „Ég er“ ertu að í raun að segja „Guð er“ því þú og Guð eruð eitt. Þú skaltu því venja þig af að tala eða hugsa neikvætt til þín. Lofaðu ljósið innra með þér. Lofaðu þá blessun sem Guð gaf þér þegar þú fæddist í þennan heim. Leyfðu ljósi Guðs að streyma í gegnum þig, lýsa þér leið. Vertu til fyrirmyndar í einu og öllu. Þú ert lífið. Án elsku Guðs er ekkert líf.