Leyfðu þér að leika þér. Finndu léttleika í hverjum andardrætti og fylltu líkama þinn gleði og ánægju. Gleði yfir því að vera lifandi og ánægju með allt sem lífið hefur fært þér. Lífið er leikur og þú skalt njóta hlutverk þíns. Sumir hafa marga hatta, mörg hlutverk og eiga því erfitt með að átta sig á hverjir þeir raunverulega eru. Í kjarna okkar erum við þó öll eins. Við erum neistar af Guði. Við berum ljós Guðs innra með okkur, annars værum við ekki til. Allt ber ljós Guðs í sér. Leyfðu þínu ljósi að skína bjart í dag. Leyfðu þér að leika merkilegasta hlutverk lífs þíns. Leyfðu þér að vera barn Guðs.