Þegar þú lokar augunum hverfur þú dýpra inn á við og útilokar um leið áreiti umhverfisins. Innra með þér býr viska, viska Guðs, viska ljóssins. Hlustaðu eftir orðum Guðs í þögninni. „Ég er innra með þér“ heyrirðu hvíslað. Tilfinning öryggis, vissu, friðar og sáttar færist yfir þig. Kærleikur streymir um þig og þú eflist í hverjum andardrætti. Með hverjum andardrætti geturðu séð fyrir þér tengingu við andann. Þú ert andi sem er að upplifa efnið. Láttu efnið þjóna andanum, þjóna þér. Ekki láta efnið íþyngja þér á nokkurn hátt. Notaðu efnið til að lyfta andanum hærra. Sýndu samferðafólki þínu hver þú raunverulega ert, barn Guðs að leika sér með efnilega hluti en í þeim tilgangi að vekja aðra til vitundar um ljósið, kærleikann og ástina sem streymir um allt og er í öllu.