Hljóður er hugur, friður í sál. Frelsi manna byrjar í huga hvers manns. Frelsi til að sinna hugsunum sínu, hugmyndum. Frelsi til að vera maður sjálfur með öllum sínum kostum og göllum. Frelsi til að segja, skrifa, tjá sína skoðun, sína túlkun á ástandi hvers tíma. Frelsi til athafna. Frelsi til að trúa. Friður meðal manna kemst ekki á fyrr en allir menn hljóta frelsi til að fá að vera þeir sjálfir. Því fleiri sem læra að kyrra hugann og hverfa inn á við í leit að sannleikanum, því fleiri vakna til vitundar um ljósið. Ljósið sem býr innra með öllum mönnum, ljósið sem er í öllu lífi, ljósið sem er allt um kring. Fyrirgefið þeim sem hafa ekki leyft sér að hlúa að þessu ljósi, fyrirgefið þeim sem ala á hatri í garð náunga síns, fyrirgefið þeim sem vilja flokka, aðgreina og smána. Fyrirgefið ykkur sjálfum fyrir að vera mennsk. Fyrirgefið.