Lifðu í jafnvægi

Einstaklingur í góðu andlegu og líkamlegu jafnvægi hefur jákvæð áhrif á alla sem umgangast hann.

Andlegt og líkamlegt jafnvægi

Til að öðlast jafnvægi í lífinu þarf að huga vel að helstu þáttum lífsins svo sem tengslum við annað fólk, vinnu, hreysti, heilsu og tilfinningalegri líðan. Vinna og fjölskyldulíf tekur sinn tíma en það er líka nauðsynlegt að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig. Flestir rækta líkamann í frítíma sínum en færri huga markvisst að andlegri rækt.

Hér má finna visku sem ég hef fengið til mín í hugleiðslu. Ég hugleiði reglulega og fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar sem koma til mín. Boðskapurinn er alltaf skýr, en hann felur í sér andlega leiðsögn um hvernig við getum lifað hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Hvítur er litur ljóssins

Hafðu hvítan lit hjá þér sem oftast, leyfðu hreinleika ljóssins að umvefja þig daglega og sendu frá þér umvefjandi kæreleiksríkar hugsanir því hugsanir eru orka sem aðrir skynja.

Dáleiðsla

Dáleiðsla er náttúrlegt vitundarástand sem allir finna þegar athyglinni er beint að einhverju ákveðnu án þess að umhverfið trufli mann.

Draumar

Okkur dreymir að meðaltali 10-20 % af svefntímanum en af hverju munum við bara suma drauma?

Heilun

Heilun kemur jafnvægi á orkuflæði líkamans og stuðlar að heilbrigði líkama og sálar.

Hugleiðsla

Hugleiðsla er aðferð til að róa hugann í þeim tilgangi að vita betur hver maður er, hvaðan maður kemur og hver tilgangur lífsins er.

Tákn

Hlutverk tákna er að tjá eitthvað með vísun í hlut eða fyrirbæri sem allir þekkja. En þekkir þú merkingu hinna ýmsu tákna?

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Fyrirlestrar, námskeið, lífstílsráðgjöf, sálgæsla, markþjálfun, heilun, dáleiðsla og fyrirbænir

Hafðu samband